Viðbrögð barna og ungs fólks við sjúkrahúsdvöl, svæfingu og aðgerðum

Viðbrögð barna og ungs fólks fara eftir aldri þeirra, þroska, greiningu, meðferð og reynslu af heilsugæslu.

Sum börn virðast ráða vel við sjúkrahúsdvöl án þess að veita því sérstaka athygli, en önnur sýna sterkari viðbrögð, sum strax, önnur síðar. Erfitt getur verið að skilja þessi viðbrögð og þau geta komið upp við undarlegustu tilefni en tengjast ekki læknishjálp. Viðbrögð geta lýst sér í áhyggjum; depurð, hlédrægni eða tregðu við að tala; vanvirkni; eða erfiðleikum með að matast eða sofa. Vera þarf á varðbergi fyrir þessum viðbrögðum og tryggja að vera til staðar til að hjálpa barni sínu ef slíkt kemur upp. Mörg börn og ungt fólk þurfa aukna nánd að degi til og vilja hugsanlega sofa hjá þér á nóttunni svo að þeim finnist þau örugg.

Veitið athygli tilfinningum barnsins, hugsunum og áhyggjum. Gefið börnunum tíma og nánd sem þau þarfnast til að skapa vellíðan og öryggi. Munið að eigin tilfinningar geta auðveldlega færst yfir á börnin. Sýnið því yfirvegun jafnvel þótt þið séuð áhyggjufull.

Hafið samband við heilsugæsluna ef spurningar vakna eða óvissa er um eitthvað. Við erum til að aðstoða og hjálpa.