Verkjastilling

Nú orðið vitum við meira um verki og verkjastillingu en nokkru sinni áður. Það þýðir að við getum bæði komið í veg fyrir verki og veitt öllum sjúklingum okkar, smáum og stórum, rétta verkjastillingu.

Verkjastilling, sem tekst vel, þýðir að barnið verður fyrr aftur virkt, sem hjálpar því bæði við að gróa sára sinna og ná bata.

Starfsliðið reynir að draga úr verkjum, meta þörf fyrir verkjastillingu, verkjastillandi lyf og kanna hvernig það gengur. Sem foreldri eða forráðamaður geturðu aðstoðað með því að segja okkur hvenær þú telur barnið verkjað og hvort verkjastillandi lyfið dugir.

Byrjað er á þessu snemma. Þetta er gert til að byggja upp verkjastillingu í blóðinu sem þýðir að viðbrögð sjálfs líkamans við verkjum minnkar og oft þarf minna af verkjastillandi lyfjum. Í því skyni að jöfn þéttni lyfs haldist í líkamanum hjá barninu fær það líka verkjastillingu reglulega jafnvel þótt það virðist ekki þjáð þá en þannig fást best áhrif og komist verður hjá „verkjatoppum“. Með því að verkjastilla reglulega og koma í veg fyrir að verkir blossi upp þarf oft að gefa minni skammta af lyfjum. Það dregur einnig úr hættu á aukaverkunum svo sem hægðatregðu og flökurleika.

Blanda lyfja, mismunandi verkun þeirra og mismunandi lyfjagjafarmynstur eru oft notuð til að ná besta hugsanlega árangri við verkjastillingu.

Algengt er að beita verkjastillingu beint í blóðstreymið með því að fara í bláæð. Í þessu tilviki getur lyfjagjöf farið fram með inndælingum með samfelldri dropagjöfmeð lyfjadælu. Einnig getur verkjastilling farið fram með inntöku tafla eða á vökvaformi.

Verkjastilling með staðdeyfilyfi þýðir að lyfið er gefið í eða dælt undir húð með stakskömmtum eða endurteknum skömmtum eða með dropagjöf. Staðdeyfilyf koma í veg fyrir verkjaflutning með taugum sem þjóna lyfjagjafarsvæðinu. Deyfikrem sem barni er gefið áður en holnálin er látin inn er eins konar staðdeyfilyf.

Ef notuð er verkjastilling með aðstoð taugablokka er dælt inn staðdeyfilyfi nálægt svæði með taugahneppi til að grípa inn í eða stöðva boð sem ferðast eftir tauginni. Hægt er að beita taugablokka bæði í einfaldri meðferð og með því að setja upp mjóa slöngu sem hægt er að gefa lyfið með á meðan á aðgerð stendur og eftir han

Utanbastsdeyfing er dæmi um taugablokka þar sem deyft barn er með mjóa slöngu uppsetta í bakinu. Þegar utanbastsdeyfingu er beitt getur deyfilyfið haft ýmis áhrif á blöðruna, sem þýðir að barnið veit ekki hvenær því er mál að pissa. Í flestum tilvikum verður barnið líka með þvaglegg. Þetta er slanga sem getur þýtt að barninu finnist það þurfi að hafa þvaglát jafnvel þótt blaðran sé tóm. Utanbastsdeyfing getur líka haft áhrif á styrk og tilfinningu í fótum. Miklu skiptir að barninu sé sagt frá þessu og að mjóa plastslangan verði ekki til að hindra hreyfingu eða legu á bakinu í rúminu.

Morfín er gjarnan notað við verkjastillingu í alvarlegri skurðaðgerðum og áverkum. Þegar morfín er notað sem hluti af verkjastillingu verður það ekki ávanabindandi. Ef barninu hafa verið gefnir morfínskammtar á löngu tímabili, verða skammtarnir smám saman minnkaðir til að forðast að verkir blossi upp og til að forðast fráhvarfseinkenni.