Undirbúningur fyrir svæfingu

Heilsufar barnsins skiptir miklu í sambandi við svæfingar. Því verður spurt um:

 • Öll veikindi í fortíð og nútíð
 • Ofnæmi
 • Lyfjatökur nú og í síðasta mánuði
 • Svæfing áður og hugsanleg vandamál
 • Er einhver í fjölskyldunni með vandamál í sambandi við svæfingu
 • Þyngd
 • Einhverjar lausar eða falskar tennur
 • Ferðaógleði eða ógleði eftir svæfingu eða aðgerðir
 • Notkun tóbaks eða veip
 • Þungun
 • Einhver slæm reynsla af heilsugæslu

Sérstaklega verður að segja svæfingalækni frá því hvort barnið er búið að vera nýlega með kvef eða vandamál í öndunarfærum. Það eykur hættu á fylgikvillum við svæfingu og fresta getur þurft aðgerðinni til síðari tíma nema hún sé mjög aðkallandi.