Undirbúningur barna og ungs fólks fyrir sjúkrahúsdvöl, svæfingu og aðgerð

Góður undirbúningur dregur úr streitu og áhyggjum hjá börnum og ungu fólki.

Þannig verða ferlar auðveldari og dregur úr neikvæðum áhrifum til skemmri og lengri tíma. Það hjálpar til að fást við það sem hefur gerst og ráða betur við umönnun og meðferð í framtíðinni.

Undirbúningur á að vera stöðugur: Gefið börnunum ýmsa möguleika á að melta það sem þau heyra, lesa, sjá og skynja. Hjálpið þeim að heimsækja ýmsa kafla á vefsíðunni og lesið þær síður nokkrum sinnum. Hvetjið þau til að teikna, lita, skrá, skrifa niður eða tjá með öðrum hætti hugsanir sínar og spurningar.

Fyrri heilbrigðisþjónusta og meðferð geta aukið streitu og áhyggjur, einkum eftir slæma reynslu. Algengt er að búast við því sama eða verra, en oft getur góð reynsla rofið vítahringinn. Þroski og þróun frá síðasta skipti getur hafa breytt því hvaða undirbúning þau þurfa og hvað þau skilja. Reynið að gera ykkur mynd af skilningsstigi barnsins og undirbúa barnið samkvæmt því. Notfærið ykkur undirbúningsprógrömm sem boðið er upp á, jafnvel þótt þið teljið að þau endurtaki einfaldlega það sem gerðist í fyrri sjúkrahúsheimsóknum. Barnið getur hafa gleymt því sem það lærði áður, og það getur hafa þroskast þannig að það skilji meira.

Hjálpið barninu af einlægni við undirbúning þegar það er upp á sitt besta sama hve gamalt það er. Góður tími er þegar barnið er úthvílt, rólegt, forvitið og sýnir áhuga á hvað er að fara að gerast. Verið viðbúin hugsunum og viðbrögðum sem kunna að vakna við sjúkrahúsvist, svæfingu og aðgerð.