Gefa þarf börnum og ungu fólki nokkur tækifæri að melta það sem hefur gerst. Það á við hvort sem um er að ræða fyrsta sinn eða eitt skipti af mörgum. Viðhorf þeirra kunna að hafa breyst af margháttaðri reynslu, þau stækkað og þroskast. Reynið að gera ykkur mynd af núverandi hugmyndum barnsins og hjálpið því að aðlagast.

Ræðið við barnið um hvað því finnist um dvölina á sjúkrahúsinu. Að gera sér ljósar og rifja upp aðstæður og atburði skiptir miklu um úrvinnslu þeirra. Hvetjið börnin til að spyrja spurninga og tjá tilfinningar sínar. Yfirfarið atburði með þeim og reynið að hnýta lausa enda. Hjálpið þeim að hugsa til baka með öðru fólki sem hefur verið í sömu aðstæðum.

MediPrep getur komið að góðu haldi hvað það varðar. Við hvetjum þig sem foreldri eða forráðamann að ýta undir barnið að heimsækja reglulega MediPrep og samfélagsmiðla sem eru í boði þar jafnvel eftir sjúkrahúsdvölina.

Hafið samband við heilsugæsluna ef spurningar vakna eða óvissa er um eitthvað. Við erum til að aðstoða og hjálpa.

Boy with blue and round glasses is lying in bed looking at a tablet.