Réttur barna og ungs fólks til að fá upplýsingar og undirbúning

Börn og ungt fólk vilja vita hvað er að fara að gerast hjá þeim og þau vilja vera með í ráðum varðandi umönnun sjálfra sín. Varðandi umönnun og meðferð er það lagalegur réttur að fá upplýsingar og undirbúning sem börnin eða unga fólkið geti skilið og tileinkað sér.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna (1989) miðar að því að tryggja að réttindi barna og ungs fólks séu ávallt í fyrirrúmi. Í sáttmálanum kemur skýrt fram að fullorðnum sé skylt að hafa börn og ungt fólk með í ráðum varðandi þeirra eigin heilsugæslu og meðferð. Þau eiga rétt á að komið sé fram við þau af fullri virðingu, þau megi tjá sig, vera með í ráðum og fá upplýsingar.