Leikskólabörn (3 - 6 ára)

Leikskólabörn lifa í ævintýraheimi fullum af töfrandi hugmyndum.

Í þeirra hugarheimi blandast atriði saman og sameinast á undarlegan hátt. Orsök og afleiðing hafa hlutverkaskipti sem getur látið barnið skynja atriði á mismunandi hátt. Þau geta átt erfitt með að greina tilfinningar sínar frá raunheiminum. Sem dæmi getur barni virst verkirnir koma eingöngu utan frá, en geti einnig komið innan frá.

Barnið skilur í grófum dráttum hvað er innan í líkama þess. Börnum finnst allir líkamshlutar þeirra vera viðkvæmir og óttast mikið líkamsáverka. Þess vegna skiptir miklu að taka skýrt fram hvaða líkamshluta eigi að meðhöndla og hvaða hluta ekki. Þar eð börn á þessum aldri eru gjarnan haldin sektarkennd er mikilvægt að skýra út fyrir þeim að veikindi þeirra eða ástand eru ekki þeim að kenna.

Börn óttast mikið hið óþekkta svo sem tröll, drauga eða grímupersónur allt upp að skólaaldri. Sum börn geta orðið hrædd þegar þau sjá starfsfólk með hárið hulið og skurðaðgerðargrímur fyrir andliti.

Undirbúningur barns á þessum aldri ætti að vera stuttur og einfaldur. Börn læra gegnum leik og því getur „læknataska“ komið að góðu gagni. Leikskólabörn hafa takmarkað tímaskyn. Best er að dreifa undirbúningnum á heila viku og upplýsa þau nánar einum eða tveim dögum áður en farið er á sjúkrahús.