Mikilvægt er að vita hverju börn og ungt fólk eru að velta fyrir sér til að mæta þörfum þeirra. Hvernig hugsa þau og skynja? Hvernig bregðast þau við mismunandi aðstæðum og atvikum? Hvernig gengur þeim að ráða við slíkt? Gefið ykkur tíma til að hlusta, bregðast við og virða skoðanir barnsins um hvað er að fara að gerast eða hvað hefur gerst. Leggja skal áherslu á við barnið að engin spurning sé of heimskuleg eða rangt að spyrja hennar. Takið vel eftir spurningunum, svipbrigðum og merkjum um hvernig barninu líður. Segið barninu satt og rétt frá ef það er að fara í aðgerð. Aldrei má segja að hún verði ekki sársaukafull ef svo getur orðið, en segið að hægt sé að stöðva sársaukann eða draga úr honum núorðið.
Fullorðnir skoða sjónarhorn barns og eigin skoðun þess
Oft er munur á hvernig börn og fullorðnir sjá og skynja atriði. Sum atriði sem fullorðnum þykir mikilvæg geta auðveldlega farið framhjá börnum og ungu fólki. Það sem fullorðnir álíta venjubundið getur verið það sem börn kvíða mest. Þess vegna á að hlusta á og taka mið af sjónarmiði barna, tilfinningum þeirra og hvað þau skilja.