Fasta

Fylgja verður öllum leiðbeiningum um föstu.

Því það er hætt við að fæða eða vökvar komi til baka upp úr maga sem getur leitt til alvarlegra vandamála í öndunarvegum og lungum. Segja þarf satt og rétt frá hve langt er síðan barnið borðaði eða drakk, jafnvel þótt það kunni að kosta að fresta verði aðgerðinni þar til síðar.

Vökvafasta má taka skemmri tíma en fasta á fastri fæðu. Mislangur föstutími er þó eftir tegundum vökva. Það tekur til að mynda lengri tíma fyrir ávaxtasafa og jógúrtdrykki að fara í gegn en fyrir vatn, kolsýrða drykki og kaffi. Brjóstamjólk og þurrmjólk liggja á milli vökva og fastrar fæðu. Hafa skal samband við sjúkrahúsið ef veittar föstuleiðbeiningar eru óljósar.