Ef barnið mitt finnur til

Verkir eru ýmis konar: versna við hreyfingu en skána í hvíld. Barn getur verið þjáð í hvíld, í svefni eða við leik.

Farið eftir ráðleggingum, sem gefnar voru á sjúkrahúsinu, um verkjastillingu. Samsett lyf sem vinna á mismunandi vegu eru heppilegust. Farið að reglum varðandi tegund lyfs, skammt og tímasetningar lyfjagjafa til að viðhalda stöðugri verkjastillingu og til að forðast „verkjatoppa“. Það á við jafnvel þótt barnið finni ekki til á því augnabliki.

Vekjið barnið til að gefa því verkjalyf á nóttunni jafnvel þótt það virðist betra að trufla ekki svefninn hjá því. Börn og ungt fólk sofna venjulega fljótt aftur. Það kemur í veg fyrir að verkir blossi upp, sem geta truflað svefn, og erfitt getur verið að vinna bug á daginn eftir. Regluleg verkjastilling þýðir að gefa þarf minni skammta en ella af lyfinu í heildina sem dregur úr hættu á aukaverkunum.

Með því að beina athyglinni annað má minnka áhrif verkja. Hægt er að halda huga barnsins uppteknum með því að biðja það að hugsa um eitthvað skemmtilegt eða hvað það langar að gera. Hvetjið barnið til að leika leiki, lesa, teikna, syngja, spjalla á netinu eða horfa á myndbönd. Einnig hjálpar að skipta um stellingar í rúminu eða láta púða undir handlegg eða fótlegg eða við bak. Eftir hálsaðgerðir er fró í að drekka eða borða eitthvað kalt eða sjúga ísmola.

Hreyfing eykur vellíðan og framleiðslu eigin líkama á verkjalyfjum. Farið eftir settum reglum um hreyfingu og spyrjið starfsfólk hvaða reglur eigi við eftir aðgerðina á barninu. Örvið og hvetjið barnið til að hreyfa sig á ýmsa vegu innan reglurammans. Í flestum tilvikum er hægt að leyfa barninu að hreyfa sig eitthvað þrátt fyrir takmarkanir. Öllum börnum og ungu fólki finnst gott að vera í fersku lofti, taka þátt í athöfnum og hreyfingu á meðan líkami og sál eru að jafna sig eftir sjúkrahúsdvöl.

Hafið samband við heilsugæsluna ef spurningar vakna eða óvissa er um eitthvað varðandi verkjastillingu hjá barninu. Við erum til að aðstoða og hjálpa.