Stutt og einföld útskýring á því, sem er að fara að gerast, er nóg fyrir barn á þessu aldursbili. Það má til dæmis tala um brúðu eða leikfang sem eru lasin og þurfa að fara á sjúkrahús. Taktu fram hvar á brúðunni eða leikfanginu meinið er og útskýrðu að sama sé að gerast með það. Forðast skal að tala um það sem er inni í líkama þess eða hvað verður gert þar, því að lítil börn skilja ekki svo ítarlegar upplýsingar. Börn undir 3 ára aldri hafa ekki gott tímaskyn þannig að ekki ætti að undirbúa þau of snemma. Nóg er að gera það daginn fyrir eða sama dag og farið er á sjúkrahúsið.
Börn upp að 3 ára aldri
Þegar börn stækka þróa þau með sér þörf fyrir atriði sem þau þekkja og endurteknar venjur til að hjálpa þeim að finnast þau örugg. Það er þeim eðlilegt að vera stundum hrædd við ókunnuga. Ef þú ert hér sem foreldri eða forráðamaður með þínar venjur getur það veitt barninu öryggiskennd.