Börn (6 - 12 ára)

Þegar börn ná skólaaldri fara þau að geta greint að ímyndun og veruleika. Þau flokka líkama sína í bol, handleggi, fætur og innyfli. Þau geta gert greinarmun á hvernig hlutir eru gerðir og hvernig þeir vinna.

Á þessum aldri gera börn sér ljóst að þau geta veikst vegna breytinga innan frá en ekki bara vegna utanaðkomandi krafta. Veikindi eru ekki álitin galdrar eða refsing, en geta til dæmis verið vegna bakteríu- eða veirusýkingar. Þó getur galdrahugsunin komið upp alveg að tíu ára aldri vegna streitu. Þau eru meðvitaðri um líkama sinn er áður. Þau geta talið meðferðir skaðlegar eða orðið smeyk um að líkama þeirra verði breytt. Á sama hátt og hjá yngri börnum skal taka fram hvaða líkamshluta eigi að meðhöndla og hvaða hluta ekki.

Börn á þessum aldri geta orðið hrædd við búnað sem þau sjá á skurðstofunni. Það er líka á þessum aldri sem þau fara að hugsa um dauðann. Hugsanlega tengja þau svefn við dauða, en mörg ung börn kvíða því að vakna ekki eftir aðgerðina. Fullvissa þarf þau um að fylgst verði vandlega með þeim allan tímann sem þau eru sofandi alveg þar til þau glaðvakna.

Byrja þarf að undirbúa börn á þessum aldri viku fyrir sjúkrahúsvist. Börn í þessum aldurshópi hafa meiri áhuga á því sem er að fara að gerast en yngri börn. Þannig að undirbúningurinn ætti að miðast við spurningar sem þau spyrja. Hvetjið þau til að greina ykkur frá hugsunum sínum og áhyggjum með því að teikna og lita.