Í skurðstofunni

Þegar komið er að skurðstofunni er venjulega foreldri eða forráðamanni hleypt inn.

Klæðast þarf hlífðargalla, höfuðhlíf og skóhlífum. Síðan er barnið fært inn í skurðstofuna og flutt á skurðarborðið. Við undirbúningsvinnuna og skömmtun svæfingarlyfs er þér heimilt að sitja hjá barninu á skurðarborðinu og halda í höndina á því. Þegar barnið er sofnað verður þér fylgt út úr skurðstofunni.

Svæfingin gerist mjög fljótt núorðið. Oft er erfitt að gera þetta og að verða að skilja barnið eftir í höndum annarra. Flest fólk sem hefur verið í þessari aðstöðu á slíkar tilfinningar sameiginlegar með öðrum og það er fullkomlega eðlilegt. Þú getur verið róleg/ur og örugg/ur því að mjög vel verður fylgst með barninu þínu á meðan á aðgerðinni stendur og starfsliðið á skurðstofunni veit allt um svæfingar og framkvæmir þær stöðugt á börnum á öllum aldri.

Á meðan barnið þitt er í skurðaðgerð ráðleggjum við þér að slaka á, hvílast og fá þér eitthvað að borða og drekka. Það hjálpar þér að tryggja að þú veitir barninu þínu besta mögulega stuðning eftir aðgerðina.