Á vöknun

Eftir skurðaðgerðina verður barnið flutt á vöknun. Haft verður samband við þig þegar það er tímabært fyrir þig að fara þangað. Það þarf að vera hægt að ná í þig í síma í biðstofu eða einhvers staðar nálægt.

Vöknun er venjulega stórt svæði með allmörgum sjúklingum á mismunandi aldri í umönnun. Stranglega er bannað að borða og drekka á vöknun því að það getur verið truflandi fyrir bæði þitt barn og aðra sjúklinga sem nýkomnir eru úr skurðaðgerð.

Hægt er að slökkva á hljóði á farsímum. Þér er velkomið að senda SMS en ef þú vilt hringja þarftu að fara út fyrir vöknunarsvæði.

Sum börn og ungt fólk eru stressuð og þarfnast hughreystingar, en flest börn eru þreytt og best fyrir þau að vakna þegar þeim hentar. Öllum sjúklingum er gefið súrefni sem streymir að andlitinu. Fylgst er vel með andardrætti, púls og súrefnismettun. Þegar barnið þitt uppfyllir skilyrði til þess, er það útskrifað af vöknun og þú getur farið inn á deild eða farið heim.